Íslandsmót matreiðslu- og framreiðslunema fór fram í nóvember og var forkeppni fyrir Norrænu nemakeppnina í Ósló í apríl 2020. Þátttakendur voru nítján, tólf kepptu í matreiðslu og sjö í framreiðslu.
Sigurvegarar í framreiðslu voru Björn Kristinn Jóhannsson og Ísak Magnússon en Kristín Birta Ólafsdóttir og Rafn Stefánsson í keppni matreiðslunema.