Opnum húsum frestað

Alla jafna opna framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu hús sín fyrir nemendum og foreldrum um þetta leyti árs. Upplagt tækifæri til að anda að sér skólabragnum og kynnast um leið afar fjölbreyttu námsframboði. Námsbrautir í framhaldsskólum eru nefnilega nálægt því 100 talsins og því eitthvað í boði fyrir alla, verklegt og bóklegt.

Hér eru dagsetningar opnu húsanna en til þess ber að líta að þeim hefur mörgum verið frestað  vegna Covid 19 og best að fylgjast með stöðu mála hjá náms- og starfsráðgjöfum grunnskóla eða á heimasíðum framhaldsskólanna.