Vinnustaðanám

Frá og með næsta hausti mun fyrirkomulag vinnustaðanáms breytast í þá átt að skólar, en ekki iðnnemar sjálfir, bera ábyrgð á að koma á námssamningi. Gefin hefur verið út ný reglugerð með þessari grundvallarbreytingu auk möguleika á svokallaðri skólaleið þar sem skóli þarf að sjá til þess að nemar fái nauðsynlega þjálfun, jafnvel á fleiri en einum vinnustað.