Hönnun og handverk

Í náminu tengjast faggreinarnar mjög því sem er að gerast úti í atvinnulífinu, fjölbreytni er mikil og vinnan full af nýjungum og skapandi lausnum.

Einnig eru nokkrar námsbrautir sem veita almenna þekkingu á grunnþáttum hönnunar- og handverksgreina, svo sem fatatækni og tækniteiknun. Líkt og í öðrum iðngreinum er í náminu margt sem nýtist við undirbúning frekara náms á háskólastigi en af öllum brautum má bæta við sig bóknámsgreinum og ljúka stúdentsprófi.

Hönnunar- og handverksgreinar tengjast hönnun, sköpun og listrænni vinnu fremur en fjöldaframleiðslu. Greinarnar eiga einnig sameiginlegt að þar er unnið eftir ákveðnu ferli allt frá því að hugmynd vaknar og þar til fullbúin vara lítur dagsins ljós.

Ekki að finna það sem þú ert að leita að?

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)