Málaraiðn

Málaraiðn gæti hentað þeim sem finnst gaman að sýsla með liti og finnst bæði gaman að vinna úti og inni.

Málarar ný- og endurmála hús og skip og sinna margskonar viðhaldi sem tengist starfinu.

Námið er að miklu leyti verklegt þar sem kennd er hvort tveggja húsamálun og skrautmálun.

Málaraiðn er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, fjórar annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fyrsta árgjaldið í Málarameistarafélag Reykjavíkur var 10 krónur (árið 1928)!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Málaraiðn á heimasíðu Næsta skrefs