Byggingagreinar

Grunnnám í bygginga- og mannvirkjagreinum er ein önn; almenn kynning á störfum á sviðinu og kennsla undirstöðuatriða í efnisfræði, áhalda- og tækjafræði, teikningum, verktækni og vinnuvernd. Að grunnnáminu loknu er síðan valið á milli þeirra sérsviða sem í boði eru. Námstími til sveinsprófs er alla jafna fjögur ár að starfsþjálfun meðtalinni. Alltaf má bæta við sig í bóknámi og ljúka stúdentsprófi en dæmi um spennandi leiðir í framhaldsnámi eru byggingartæknifræði, byggingarverkfræði og arkitektúr.

Starfsmöguleikar í byggingagreinum eru margvíslegir. Það er jú alltaf verið að byggja, endurnýja og gera við hús og mannvirki auk þess sem mörg spennandi störf eru við hönnun, smíði og uppsetningu húsgagna og innréttinga.

Margir vinna sjálfstætt en einnig hjá verktakafyrirtækjum, stórum sem smáum auk þess sem margskonar störf tengjast byggingagreinum beint eða óbeint svo sem hvað varðar sölu á efni eða ráðgjöf vegna framkvæmda.

Ekki að finna það sem þú ert að leita að?

Lauk sveinsprófi í veggfóðrun og dúkalögn 2023
Ingunn Björnsdóttir
Klæðskeri
Elín Pálsdóttir (2021)
Húsasmiður
Númi Kárason (2019)
Bakari
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir (2019)
Vél- og rafvirki - og nemi í tölvunarfræði
Daníel Guðjónsson (2022)
Grafískur miðlari
Björk Marie Villacorta (2020)