Miðvikudaginn 22. maí verður verkefnið Stelpur og tækni í sjötta sinn í boði fyrir stelpur í 9. bekk grunnskóla. Það er Háskólinn í Reykjavík, Ský og SI sem standa að þessum viðburði þar sem bæði er boðið upp á kynningu á námi í tæknigreinum sem og fjölbreyttum verkefnum ýmissa tæknifyrirtækja.