Námssamningar

vinnustaðanám og Námssamningar

Starfsþjálfun á vinnustað er hluti alls náms í greinum sem lýkur með sveinsprófi til starfsréttinda.

Námið er misjafnlega umfangsmikið eftir greinum en nemar þurfa að vera orðnir 16 ára til að komast á samning.

Vinnustaðanám er sá verklegi hluti iðnnáms sem fer fram á vinnustað, einnig kallað starfsþjálfun. Að því loknu, og námi í skóla, eiga nemar að hafa öðlast færni til að standast sveinspróf.

Sveinspróf er lokapróf til að öðlast löggilt starfsréttindi í tiltekinni iðn. Áður þarf að ljúka bæði skólanáminu og starfsþjálfun á vinnustað.

Já, framhaldsskólar hafa umsjón með vinnustaðanámi og halda utan um námssamninga í tengslum við það. Skrá yfir fyrirtæki sem mega taka nema á samning er á vef Menntamálastofnunar. Haldið er utan um námssamninga og framgang vinnustaðanámsins í Rafrænni ferilbók.

Hún tengist kennitölu og fylgir því nemanda óháð skóla og vinnustað. Í ferilbókinni geta nemendur fylgst með framgangi starfsþjálfunarinnar og sýnt fram á ákveðna hæfni í starfi að námi loknu.

Starfsþjálfuninni lýkur þegar búið er að uppfylla alla verkþætti Rafrænnar ferilbókar í viðkomandi grein. Lengd vinnustaðanáms getur því verið breytileg eftir hæfni nemenda hverju sinni.

Það er best að kanna hjá viðkomandi fagfélagi. Kjör geta verið breytileg í samræmi við gildandi kjarasamninga hverju sinni.