Verk og vit 2020

Verk og vit er mikil sýning sem á næsta ári verður haldin í fimmta sinn. Þar er áhersla á byggingariðnað, skipulagsmál og mannvirki og markmiðið að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar, auk þess að tengja saman fagaðila og auka vitund og áhuga almennings.

Sýningin fer fram dagana 12.-15. mars í Laugardalshöllinni. Mikill áhugi hefur verið bæði meðal fagfólks og almennings á sýningunum sem haldnar hafa verið á tveggja ára fresti undanfarin áratug og var aðsóknarmet slegið 2018 þegar um 25.000 gestir mættu í Höllina auk um 110 sýnenda sem þar kynntu vörur sínar og þjónustu.

Sjá nánar á heimasíðu Verk og vit 2020.