Reglulega berast fréttir af skólum sem sinna náms- og starfsfræðslu í auknum mæli nú síðast frá Verkmenntaskólanum á Akureyri þar sem slík fræðsla er kjarnaáfangi á svokallaðri brautabrú. Þar er boðið upp á kennslustundir á ólíkum námsbrautum til að öðlast sýn á fjölbreytta möguleika í námsvali skólans.
Í áfanganum kynnast nemendur m.a. byggingagreinum, rafvirkjun, málmiðnaði, matvælagreinum, listnámi, sjúkraliðabraut og hárgreiðslu og mörg dæmi þess að áfanginn auðveldi nemendum val á námsbraut í framhaldinu. Sjá nánar á heimasíðu VMA.