Starfsgreinakynning á Suðurnesjum

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólanemendur hefur verið haldin reglulega frá árinu 2012 og orðið stærri og glæsilegri með hverju árinu.

Í ár gekk kynningin frábærlega vel og var án efa sú glæsilegasta hingað til. Tæplega 800 nemendur mættu til að kynnast þeim 100 fjölbreyttu starfsgreinum sem í boði voru. Fyrirtækin sem þátt tóku lögðu gríðarlegan metnað í uppstillingar og gátu nemendur og gestir prófað ýmislegt spennandi.

Markmið starfsgreinakynninga er að efla náms- og starfsfræðslu á Suðurnesjum og skerpa þannig á framtíðarsýn ungs fólks og auka líkur á að framhaldsnám sé valið með hliðsjón af áhuga og styrkleikum. Þá efla slíkar kynningar tengslin á milli atvinnulífs og skóla en mikil ánægja var með daginn, bæði meðal nemenda og þátttakenda úr atvinnulífinu.