Starfamessa í Sjálandsskóla

Í vikunnni fór fram í annað sinn Starfamessa fyrir nemendur unglingadeilda Sjálandsskóla.

Náms- og starfsráðgjafi skólans fékk foreldra og aðra sjálfboðaliða til liðs við sig í að kynna nám og störf. Þar voru meðal annars hjúkrunarfræðingur, smiður, bifvélavirki, kokkur, skipulagsfræðingur, píanókennari, tölvunarfræðingur og sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður.

Kynningar sem þessar eru ein leið til að aðstoða við ákvörðunartöku um nám og störf og opna hug nemenda fyrir fjölbreyttum möguleikum. Undirbúningur fór fram í lífsleikni- og náms- og starfsfræðslutímum þar sem nemendur veltu fyrir sér hentugum spurningum til þeirra sem voru að kynna störf sín. Nemendur gengu svo á milli, spurðu spurninga, skoðuðu ýmis tæki og tól og fræddust um störfin.

Vel gert Sjálandsskóli!