Stafrænt opið hús Tækniskólans

Stafrænt ,,opið hús” er fyrirhugað hjá Tækniskólanum 22. apríl frá klukkan 15 til 17.

Þar verður hægt að kynnast fjöl­breyttu náms­framboði skólans í Reykjavík og Hafnarfirði. Hægt verður að:

  • spjalla við nem­endur og námsráðgjafa
  • skyggnast inn í ein­staka greinar með sam­tali við skóla­stjóra og kennara
  • skoða sig um t.d. í sigl­inga­hermi, framtíðarstof­unni, vélasal eða á fataiðnbraut
  • heyra í skóla­meist­urum

10. bekkingar og foreldrar þeirra eru sérstaklega hvattir til að ,,líta við”.