Sumarnám HÍ 2020

Háskóli Íslands býður upp á fjölbreytt sumarnám og eru mörg námskeiðanna öllum opin. Slík námskeið eru upplögð fyrir þau sem vilja dýpka þekkingu á einhverju sviði og stuðla að eigin náms- og starfsþróun. Námskeiðin krefjast ekki stúdentsprófs og eru alla jafna ekki einingabær.

Einnig eru í boði undirbúningsnámskeið við einstaka deildir og grunnnámskeið fyrir þau sem vilja flýta fyrir sér í námi.