Stelpur og tækni 2020

Stelpur og tækni fór fram í sjöunda skipti 20. maí í HR. Hugmyndin með verkefninu er að kynna möguleika í tækninámi sérstaklega fyrir stelpum í 9. bekk en í þetta sinn fór dagurinn fram rafrænt og var streymt í 50 skóla um land allt. Verkefnastjórar segja það fyrirkomulag hafa tekist vel enda með því móti hægt að bjóða nemendum af landinu öllu að taka þátt. Að lokinni sameiginlegri dagskrá var boðið upp á tvær vinnustofur í vefsíðu- og tónlistarforritun.

Þátttaka í verkefninu eykst ár frá ári og áhuginn greinilega til staðar.

RÚV gerði deginum skil eins og heyra má hér.