Á vef Vinnumálastofnunar er að finna yfirlit 1500 sumarstarfa fyrir námsfólk 18 ára og eldra.
Um er að ræða hluta aðgerða vegna COVID-19 til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn, sem eiga takmarkaðan eða ekki rétt til atvinnuleysisbóta.