Frestað til vors

Sýningin Verk og vit er nokkurs konar uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjagreina. Aðsóknarmet var sett á síðustu sýningu 2018 þegar um 25.000 manns mættu og sáu yfir hundrað sýnendur kynna eigin vörur og þjónustu. Til stóð að endurtaka leikinn nú í október en hefur verið frestað vegna samkomutakmarkana og þróunar Covid faraldursins.

Verk og vit mun að öllu óbreyttu fara fram dagana 15. til 18. apríl 2021 í Laugardalshöll.