Rafræn náms- og starfsráðgjöf

Nýlega var hleypt af stokkunum mjög áhugaverðu kerfi rafrænnar náms- og starfsráðgjafar í Noregi. Bæði er á vefsvæðinu hægt að finna verkfæri til að hjálpa sér sjálf/ur í upplýsingaleit um nám og störf en einnig hægt að ná sambandi við ráðgjafa með fjölbreytta þekkingu og reynslu, símleiðis eða í netspjalli. Með þessu stórbatnar aðgengi að ráðgjöf sem einnig er gæðatryggð og í takt við nýja tíma!