Vinnustaðanám í Evrópu

Iðnnemum gefst kostur á að afla reynslu og þekkingar innan síns fagsviðs í öðrum Evrópulöndum. Dvalið er að lágmarki í 2 vikur og markmiðið að kynnast nýju fólki og vinnubrögðum til að auka starfsmöguleikana bæði hér heima og erlendis. Nýlega hefur Helen Gray gert grein fyrir vel heppnuðu dæmi um slíkar heimsóknir sem gæti verið góð hugmynd þegar Covid-ástandinu linnir!