Sumarnám 2021

Nám á sumarönn 2021 er sérstaklega sniðið að þeim sem misst hafa vinnu eða fá ekki vinnu vegna skorts á störfum. Sumarnám hentar einnig starfsfólki í hlutastörfum og almenningi til starfsþróunar. Hægt er að sjá yfirlit námsframboðs framhalds- og háskóla á vefsíðunni https://naestaskref.is/sumarnam.