Rafrænar ferilbækur í vinnustaðanámi hafa lengi verið í burðarliðnum en hafa nú formlega verið teknar í notkun. Þar er að finna lýsingu á þeim verkþáttum og hæfni sem nemandi þarf að búa yfir við lok starfsnáms auk þess að vera vettvangur samskipta nemenda, vinnustaðar og skóla. Menntamálastofnun hefur útbúið gott skýringarmyndband sem lýsir bókunum nánar.