Nemastofa atvinnulífsins er samstarfsverkefni IÐUNNAR og RAFMENNTAR um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks í atvinnulífinu. Nemastofu er ætlað að fjölga fyrirtækjum og iðnmeisturum sem taka nema á samning, aðstoða við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms og halda úti kynningu á iðn- og starfsnámi.
Sjá nánar á nýrri vefsíðu Nemastofu.