Nýlokið er Norrænu nemakeppninni sem haldin var í Hótel-, og matvælaskólanum (MK). Þar kepptu nemar frá Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð bæði í matreiðslu og framreiðslu. Íslensku keppendurnir náðu öðru sæti í matreiðslunni en þar kepptu fyrir hönd Íslands þau Klara Lind Óskarsdóttir nemi á Hótel Húsafelli og Guðmundur Halldór Bender nemi á Héðni. Í framreiðslu kepptu þau Petra Sif Lárusdóttir nemi á Rub23 og Tumi Dagur Haraldsson nemi á VOX.
Sjá nánar á Veitingageirinn.is