Stelpur og tækni í HR

Stelpur og tækni fór fram þann 19. maí þar sem um 750 stelpur úr 9. bekkjum 27 grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu heimsóttu Háskólann í Reykjavík og fjölda fyrirtækja í tæknigeiranum.

Viðburðurinn er liður í því að hvetja konur til náms í tæknigreinum en stelpurnar fá að kynnast konum í tæknistörfum og tæknifögum innan háskólans. Sjá nánar á vef HR.