Tuttugu og tvær faggreinar hafa tilkynnt þátttöku á Íslandsmóti iðn- og verkgreina, Mín framtíð sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 16. – 18. mars.
Þá munu 30 skólar á framhaldsskólastigi kynna fjölbreytt námsframboð, bæði verklegt og bóklegt, og svara spurningum um námsframboð og inntökuskilyrði.
Um 7-8000 grunnskólanemendur mæta á svæðið á fimmtudag og föstudag á skólatíma.
Gestir eru velkomnir á opnunartíma: Fimmtudag 16.3 og föstudag 17.3 er opið frá kl. 9 – 17.
Laugardaginn 18.3 er opið frá kl. 10 – 15.
Á næstunni birtum við myndskeið og greinar til kynningar á Íslandsmótinu og framhaldsskólakynningunni Mín framtíð 2023.