Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina verður að þessu sinni keppt í 21 faggrein þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.
Greinarnar eru:
Bakaraiðn, Bifreiðasmíði, Bílamálun, Fataiðn, Forritun, Framreiðsla, Grafísk miðlun, Gull- og silfursmíði, Hársnyrtiiðn, Húsasmíði, Kjötiðn, Matreiðsla, Málaraiðn, Málmsuða, Pípulagnir, Rafeindavirkjun, Rafvirkjun, Skrúðgarðyrkja, Snyrtifræði, Vefþróun, Veggfóðrun og dúkalögn.
Sigur á Íslandi getur gefið möguleika á að fara og keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Gdansk í september 2023.
Á Minni framtíð sýna einnig 15 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin.
Þær 15 sýningargreinar sem um ræðir eru:
Blikksmíði, Blómaskreytingar, Garðyrkjuframleiðsla, Skógrækt, Sjúkraliðar, Megatronics, Húsgagnasmíði, Jarðvirkjun, Múraraiðn, Fótaðgerðarfræði, Einka -og styrktarþjálfun, Flugnám – atvinnuflug, Kvikmyndatækni, Hljóðtækni.
Þá kynnir 31 framhaldsskóli námsframboð sitt:
Borgarholtsskóli, Fisktækniskóli Íslands, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Flensborg, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Heilbrigðisskólinn, Hússtjórnarskóli Reykjavíkur, Keilir, Kvennaskólinn í Reykjavík, Kvikmyndaskóli Íslands, LungA listaskóli Seyðisfirði, Menntaskólinn í Kópavogi, Menntaskólinn á Ásbrú, Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn í Hamrahlíð, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Stúdíó Sýrland, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands, Verzlunarskóli Íslands,
Þá kynna ýmsar menntastofnanir og samtök starfsemi sína:
Rannís kynnir Erasmus+ styrki, Fagkonur, Fab Lab, Félag náms- og starfsráðgjafa, Heimavist MA og VMA, Iðan, Iðnú, Rafmennt, Team Spark, Samtökin 78, Vinnueftirlitið, Iðn-ung, Félag framhaldsskólanema, Nemastofa, Verkin tala, Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur.