Náms- og starfsfræðsla í Hólabrekkuskóla

Starfamessa Hólabrekkuskóla var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn, 22. mars. Nemendur höfðu þá unnið í mánaðarlöngu þemaverkefni sem nefnist Nám og störf. Nemendur völdu sér starf sem vakti áhuga þeirra, kynntu sér námsleiðina, heimsóttu starfsvettvanginn, tóku viðtal og unnu úr því flottar kynningar. Þemavinnunni lauk svo á starfamessu innan skólans.

Starfamessa felst í því að foreldrar innan skólans og aðrir sem sáu sér fært að mæta komu og kynntu störf sín fyrir nemendum. Starfamessan gefur nemendum tækifæri til að kynnast fjölbreyttum störfum og mögulegum námsleiðum. Í ár voru fjölmörg störf eins og hjúkrunarfræðingur, lögreglumaður, snyrtifræðingur, rafeindavirki, pípari, hagfræðingur, bifvélavirki, sjúkraliði og fleiri og fleiri.

Þátttakendur höfðu lagt mikla vinnu í að undirbúa kynninguna og komu með ýmiss konar gögn og hluti úr starfi sínu til að sýna nemendum. Starfamessan er mikilvægur liður í náms- og starfsfræðslu og skapar gott tækifæri fyrir nemendur til að kynna sér hvaða menntunar og hæfni er vænst til að vinna tiltekið starf.

Myndband frá Starfamessu Hólabrekkuskóla 2023