Framtíðarstarfið

Í tengslum við „Mín framtíð – Íslandsmót iðn- og verkgreina 2023“ fór fram samkeppni sem kallaðist Framtíðarstarfið. Nemendur 9. og 10. bekkja sendu inn sínar hugmyndir að störfum sem þau sjá fyrir sér að gætu orðið til á næstu árum og áratugum. Eðli máls samkvæmt var tækniþróun ofarlega í huga nemenda en einnig voru dæmi um störf sem hreint ótrúlegt er að ekki séu þegar fyrir löngu orðin til og full þörf er á.

Nemendur Kársnesskóla fengu sérstaka viðurkenningu fyrir sína þátttöku og þótti starfið Eftirlitshönnuður þar fremst á meðal jafningja. Við hlökkum til að bjóða þessum hópi í Vatnagarða næsta vetur til frekara skrafs og ráðagerða um framtíðina!