Brött og láta vel af veru sinni í Gdańsk

Fyrsti keppnisdagur á Euroskills 2023 í Gdańsk er kominn á enda, þar sem 11 keppendur frá Íslandi, etja kappi og sýna færni sína í tiltekinni iðngrein. Hafnarborgin Gdańsk er staðsett við norðurströnd Póllands, nánar tiltekið við Barentshaf, þar sem íbúar eru hátt í 470 þúsund.

Aðstaðan á keppnisstað er öll hin besta og þrátt fyrir einstaka byrjunarörðugleika hefur Pólverjum tekist vel til með að skapa góða umgjörð á eins viðamikilli og flókinni keppni. Íslensku keppendurnir eru brattir og láta vel af veru sinni í Gdańsk, það er léttur andi í hópnum, en fjölmargir Íslendingar eru á staðnum til þess að hvetja landsliðið sitt.

Til samanburðar má líkja keppnissvæðinu á Euroskills við Laugardalinn í Reykjavík, Polsat Plus Arena Gdańsk, heimavöllur knattspyrnuliðsins Lechia Gdańsk, blasir við gestum og gangandi, glæsilegur og gylltur íþróttaleikvangur sem tekur rúmlega 41 þúsund gesti í sæti. Það var einmitt þar sem glæsileg opnunarhátíð Euroskills fór fram í gær, þar sem 600 keppendur frá 32 Evrópulandi, voru kynntir til leiks.

Hægt er að fylgjast með keppendum og sjá ljósmyndir og myndbönd frá keppninni á Facebook og Instagram.

Áfram ÍSLAND!

#EuroSkills2023 #SkillsIceland #TeamIceland #EuroSkills #EuroSkillsGdańsk #EuroSkillsGdańsk2023 #UnitedBySkill