Aðsókn í nám í múrverki hefur sjaldan verið meiri en 26 útskriftarnemar þreyttu nýlega sveinspróf í greininni. Góðar horfur eru fyrir múrara á vinnumarkaði líkt og í mörgum iðngreinum og kom fram í frétt RÚV nýlega að nemendahópurinn er fjölbreyttari en oft áður. Í sveinsprófinu voru nefnilega bæði starfandi viðskiptafræðingur og Sóley Björk sem lét það ekki stoppa sig að vera gengin tæpa sjö mánuði með sitt fyrsta barn!