Ég og framtíðin er nýtt rafrænt námsefni; textar og verkefni sem er ætlað að aðstoða við námsval að loknum 10. bekk. Nemendur læra ýmislegt um sig sjálf samhliða því að öðlast meiri þekkingu á þeim fjölmörgu leiðum sem standa til boða. Í náms- og starfsfræðslu er verið að kanna eigin áhuga, styrkleika og færni í tengslum við þann náms- og starfsferil sem framundan er.
Bókin er aðallega hugsuð fyrir nemendur í 8. – 10. bekk.