Draumastarf í heimabyggð!

Starfamessa Austurlands 2024 fór fram fimmtudaginn 19. september í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þar sem ríflega 400 ungmenni frá Austurlandi fengu að kynnast störfum sem unnin eru á svæðinu. Um var að ræða viðburð sem er hluti náms- og starfsráðgjafar grunn- og framhaldsskóla til að brúa bilið á milli skóla og atvinnulífs.

Fyrirtæki og stofnanir kynntu þar fjölbreytt störf; í hverju þau eru fólgin og hvaða menntunar og færni þau krefjast.

Sjá umfjöllun og myndir á vef Austurbrúar.