Tæknidagur fjölskyldunnar

Tæknidagur fjölskyldunnar verður haldinn laugardaginn 5. apríl 2025 en hann fór fyrst fram árið 2013 í samstarfi Verkmenntaskóla Austurlands og Austurbrúar.

Markmiðið með deginum er að vekja áhuga almennings á fjölbreyttum og spennandi viðfangsefnum tækni, verkmennta og vísinda og örva sköpunargleði. Einnig að vekja athygli barna- og ungmenna á fjölbreyttum náms- og starfsmöguleikum á þessum sviðum.

Sjá nánar á vef Verkmenntaskóla Austurlands.