Tæknidagur fjölskyldunnar var haldinn í sjöunda sinn í húsum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað um liðna helgi. Fjöldi gesta mætti á staðinn og kynnti sér fjölbreytt og spennandi verkefni tengd tækni, vísindum, nýsköpun og þróun innan iðn- og verkgreina.
Dagskráin var skipulögð fyrir alla aldurshópa enda dagurinn ekki síst hugsaður til að kynna ungu fólki hvað það getur verið spennandi að mennta sig á þessu sviði og sjá hvernig tækni- og vísindaþekking nýtist fyrirtækjum í alls konar starfsgreinum. Frábært framtak!
Sjá nánar á Taeknidagur.is og heimasíðu Verkmenntaskóla Austurlands.