Ljósmyndun

Verkefni ljósmyndara geta verið afar fjölbreytt hvort sem unnið er í ljósmyndaveri eða úti á vettvangi. Algengur starfsvettvangur, auk ljósmyndastofa, eru fjölmiðlar og auglýsingastofur en starfsumhverfið hefur breyst mikið með tilkomu stafrænnar tækni.

Ljósmyndarar i dag þurfa því hvort tveggja að kunna skil á eldri filmutækni en einnig nýjum aðferðum sem skarast mjög við tengdar greinar á borð við vefsmíðar, kvikmyndagerð og þrívíddargrafík.

Ljósmyndun er löggilt iðngrein.

Nám

Um þrjú ár með starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Skólar

Fróðlegt

250 milljón myndum er hlaðið inn á Facebook daglega!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Ljósmyndun á heimasíðu Næsta skrefs