Nám í jarðvirkjun tengist vinnu við landmótun, uppgröft, efnisflutninga, jarðlagnir og önnur þess háttar verkefni. Fjallað er um fagleg vinnubrögð, öryggismál, gæði og skilvirkni auk þess sem nemendur fá vinnuvélaréttindi og læra umgengni við vélar, merkingar vinnusvæða, landmótun og stjórnun.
Mikil tengsl eru við starfandi fyrirtæki í greininni; grunnþjálfun fer fram í hermum í skóla en starfsþjálfun úti á vettvangi. Töluvert er því um verklega kennslu og mikil áhersla lögð á nýjustu tækni á því sviði.
Þá er hægt að bæta við sig almennu námi og ljúka stúdentsprófi af fagbraut jarðvirkjunar.