Rennismíði

Rennismíði tengist í auknum mæli hátækniiðnaðinum á Íslandi vegna framleiðslu á ýmis konar flóknum hlutum í vélar eða til viðgerða. Vinnan fer mikið fram í tölvustýrðum vélum þar sem hvort tveggja er smíðað úr málmum og málmblöndum en einnig unnið með önnur efni.

Í starfinu er talsverð samvinna við aðrar starfsstéttir á borð við málm- og véltæknimenn, vélstjóra, rafvélavirkja og hönnuði.

Rennismíði er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, fimm annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Rennismiðir vinna mikið í tengslum við hátækniiðnað.

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Rennismíði á heimasíðu Næsta skrefs