Verkefni stálsmiða felast í ýmis konar málmsmíði svo sem við stálskipasmíði, mannvirkjasmíði eða smíði véla og vélahluta. Málmsuða er stór hluti starfs stálsmiða og er í raun sérsvið innan greinarinnar.
Starfið getur verið afar fjölbreytt og mikilvægt að hafa góða þekkingu á mismunandi smíðamálmum og þeim fjölbreyttu verkfærum og vélum sem unnið er með. Þá fylgja starfinu strangar öryggiskröfur sem afar mikilvægt er að fara eftir.
Stálsmíði er löggilt iðngrein.