Vélvirkjun

Vélvirkjar sinna í raun öllu mögulegu sem tengist vél og tæknibúnaði og er því víða að finna í atvinnulífinu, til dæmis í iðnfyrirtækjum, vinnslustöðvum og orkuveitum.

Verkefni vélvirkja felast í uppsetningu, viðgerðum og viðhaldi á vélbúnaði og er mikilvægt að hafa víðtæka þekkingu á uppbyggingu og viðhaldi véla, kælikerfum og loftstýringum.

Vélvirkjun er löggilt iðngrein.

Nám

Um fjögur ár, grunnnám og sérgreinar í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Fyrsti vélbátur Íslendinga, Stanley, var sjósettur á Ísafirði 1902!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Vélvirkjun á heimasíðu Næsta skrefs