Á listbrautum sem leggja áherslu á myndlist er fjölbreytt námsframboð sem tengist til dæmis málun, teikningu, stafrænni myndvinnslu, formfræði og listasögu.
Listnám á framhaldsskólastigi getur verið góður undirbúningur fyrir frekara myndlistarnám eða nám í greinum á borð við grafíska hönnun, fatahönnun, vöruhönnun, arkitektúr eða ljósmyndun.