Leiklist

Listbrautir sem tengjast leik- og sviðslistum bjóða bæði upp á almenna grunnmenntun til frekara náms eða starfa, sem og sérstaka áherslu á þekkingu og færni í ýmsum þáttum sviðsetninga.

Fjallað er um leikgerðir, lýsingu, sviðsmuni, búninga, leikmynd og hljóðvinnslu ásamt þjálfun í raddbeitingu, sviðshreyfingum og leiktækni.  

Nám

Listnámsbrautir með sérstaka áherslu á sviðslistir eru í boði við nokkra framhaldsskóla.

Fróðlegt

Leikfélag MR, Herranótt á rætur að rekja til „uppistands“ í Skálholtsskóla á 18. öld!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Leiklist á heimasíðu Næsta skrefs