Mín framtíð 2025 – keppnis- og sýningargreinar

Á Íslandsmóti iðn- og verkgreina 13. – 15. mars 2025 í Laugardalshöll verður að þessu sinni keppt í 19 faggreinum þar sem keppendur takast á við krefjandi og raunveruleg verkefni sem reyna á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Greinarnar eru: bifvélavirkjun, bifreiðasmíði, bílamálun, forritun, grafísk miðlun, hársnyrtiiðn, húsasmíði, málmsuða, pípulagnir, rafeindavirkjun, rafvirkjun, skrúðgarðyrkja, snyrtifræði, vefþróun, veggfóðrun og dúkalögn, gull- og silfursmíði, fataiðn, málaraiðn og múriðn. 

Sigur á Íslandsmótinu getur gefið möguleika á að keppa í Evrópu á Euroskills en næsta keppni fer fram í Herning í Danmörku í september 2025. 

18 sýningargreinar

Allar keppnisgreinarnar 19 sýna einnig og kynna sig fyrir gestum. Á Minni framtíð sýna að auki 18 iðn- og verkgreinar á mótssvæðinu og leyfa gestum jafnvel að prófa handtökin. Þær sýningargreinar sem um ræðir eru: hljóðtækni, kvikmyndatækni, ljósmyndun, matreiðsla, framreiðsla, bakstur, konditor, kjötiðn, blikksmíði, megatronics, rennismíði, vélvirkjun, blómaskreytingar, garð-og skógarplöntuframleiðsla, ræktun matjurta, jarðvirkjun, búfræði og sjúkraliðun.  

24 framhaldsskólar kynna námsframboð

24 framhaldsskólar munu kynna námsframboð sitt en von er á rúmlega 9000 nemendum 9. og 10. bekkja á viðburðinn. Skólarnir eru: Borgarholtsskóli, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fjölbrautaskóli Vesturlands, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Framhaldsskólinn á Laugum, Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, Hússtjórnarskólinn í Reykjavík, Kvennaskólinn í Reykjavík, Landbúnarháskóli Íslands, Lýðskólinn á Flateyri, Menntaskólinn í Kópavogi,  Menntaskólinn í Reykjavík, Menntaskóli Borgarfjarðar, Menntaskóli í tónlist, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn við Sund, Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Verzlunarskóli Íslands.

Stuðningur við nám ungs fólks

Hefð er fyrir því að menntastofnanir, samtök ungs fólks og fyrirtæki sem styðja við nám ungs fólks kynni starfsemi sína. Þær menntastofnanir, samtök og fyrirtæki sem hafa nú þegar skráð sig til leiks eru:

Félag náms- og starfsráðgjafa, Iðnú, RAFMENNT, Sindri, RSÍ-ung, Samband íslenskra framhaldsskólanema og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Rannís kynnir Erasmus+ styrki og möguleika á námi erlendis og Fjölbrautskólinn í Breiðholti kynnir sérstaklega Fab Lab smiðjuna sem er hluti af skapandi samfélagi Breiðholts en markmið Fab Lab er að efla tæknilæsi og nýsköpun í samfélaginu. 

Áhersla á STEAM-greinar

Þungamiðja viðburðarins er alltaf kynning á iðn- og verknámi á Íslandi en nú verður sérstök áhersla lögð á kynningu á STEAM-greinum sem eru vísindi, tækni, verkfræði, listsköpun og stærðfræði. Segja má að þessar greinar tengi sterkt saman iðn- og tækninám og bóklegar greinar. Þessi kynning verður í tengslum við kynningu á námi á Minni framtíð til grunnskólanema.