Garðyrkjunám á framhaldsskólastigi er kennt við Garðyrkjuskólann Reykjum sem er hluti af Fjölbrautaskóla Suðurlands. Náttúra og umhverfi Reykja spilar stórt hlutverk í skólastarfinu og nemendur læra að nýta náttúruna á fjölbreyttan hátt.
Í boði eru sex námsbrautir með mismunandi áherslur en verklegt vinnustaðanám er alla jafna um 60 vikur. Bóklega námið tekur 2 – 4 vetur eftir því hvort um er að ræða stað- eða fjarnám.