Í framhaldsskólum er boðið upp á fjölbreytt nám í skapandi greinum, bæði á sérstökum listnámsbrautum, svo sem leiklistar, tónlistar, myndlistar eða dans, en raunar fléttast listnám einnig inn á aðrar námsbrautir, bóklegar og verklegar enda listin einn af hornsteinum samfélagsins.
Listnám eflir skapandi hugsun, gerir kleift að þroska persónulega tjáningu og dýpkar skilning á menningu, samfélagi og umhverfi.
Á listnámsbrautum er lagður grunnur að listiðkun og frekara námi í sérskólum eða háskólum. Listnámsbrautum lýkur ýmist með framhaldsskóla- eða stúdentsprófi en þær geta einnig verið góður undirbúningur fyrir nám í öðrum verknámsgreinum.