Bakarar vinna eðli máls samkvæmt oftast í bakaríum og brauðgerðum en einnig í tengslum við veitingahús, hótel, sælgætisgerð eða jafnvel lyfjaframleiðslu.
Í starfi bakara er oftast fylgt uppskriftum en einnig nauðsynlegt að geta breytt þeim og valið vinnuaðferðir sem best henta hverju sinni hvort sem verið er að baka brauð og kökur, búa til konfekt eða gera eftirrétti.
Bakaraiðn er löggilt starfsgrein