Bakaraiðn

Bakarar vinna eðli máls samkvæmt oftast í bakaríum og brauðgerðum en einnig í tengslum við veitingahús, hótel, sælgætisgerð eða jafnvel lyfjaframleiðslu.

Í starfi bakara er oftast fylgt uppskriftum en einnig nauðsynlegt að geta breytt þeim og valið vinnuaðferðir sem best henta hverju sinni hvort sem verið er að baka brauð og kökur, búa til konfekt eða gera eftirrétti.

Bakaraiðn er löggilt starfsgrein

Nám

Um fjögur ár, grunnnám og sérgreinar í skóla, ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Stærsta „smákaka“ sem bökuð hefur verið reyndist litlir 754 fermetrar!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Bakaraiðn á heimasíðu Næsta skrefs