Blikksmiðir vinna mikið með ál og aðra þunnmálma; setja upp klæðningar og loftræsikerfi ásamt því að þjónusta og viðhalda slíkum kerfum. Einnig felst starfið í sérsmíði ýmissa nytjahluta, svo sem tengivagna og eldvarnahurða.
Í starfinu er mikilvægt að þekkja vel þá málma og klæðningar sem unnið er með auk blikksmíðavéla en þær eru í auknum mæli orðnar tölvustýrðar.
Blikksmíði er löggilt iðngrein.