Bókband snýst um frágang á prentuðu efni, hvort tveggja eldri aðferðir líkt og að sauma bækur saman í höndunum og þær nútímalegri að vinna við stórar tölvustýrðar bókbandsvélar.
Bókbindarar vinna náið með prenturum í tengslum við hönnun á útliti bóka, frágang á prentuðu efni og vali á bókagerðarefni.
Bókband er löggilt iðngrein.