Störf við framreiðslu felast í þjónustu við gesti, til dæmis á veitingastöðum, hótelum og í tengslum við veisluþjónustu. Framreiðslufólk tekur á móti gestum, veitir upplýsingar um það sem í boði er, tekur á móti pöntunum og ber fram veitingar.
Í vinnunni eru því mikil samskipti hvort tveggja við gesti og starfsfólk og afar mikilvægt að geta tekið á móti og þjónustað fjölbreyttan hóp viðskiptavina með ólíkar hugmyndir og óskir.
Framreiðsla er löggilt iðngrein.