Framreiðsla

Störf við framreiðslu felast í þjónustu við gesti, til dæmis á veitingastöðum, hótelum og í tengslum við veisluþjónustu. Framreiðslufólk tekur á móti gestum, veitir upplýsingar um það sem í boði er, tekur á móti pöntunum og ber fram veitingar.

Í vinnunni eru því mikil samskipti hvort tveggja við gesti og starfsfólk og afar mikilvægt að geta tekið á móti og þjónustað fjölbreyttan hóp viðskiptavina með ólíkar hugmyndir og óskir.

Framreiðsla er löggilt iðngrein.

Nám

Um þrjú ár, grunnnám, sérgreinar og starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Fróðlegt

Framreiðslufólk er flinkara í „multitasking“ en gengur og gerist!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Framreiðsla á heimasíðu Næsta skrefs