Eldra starfsheitið „prentsmiður“ og hið nýja „grafískur miðlari“ er eitt og sama starfið. Vinna þeirra felst í hönnun, myndvinnslu og umbroti vegna verkefna við prentverk og margmiðlun.
Mikið er unnið með myndefni og texta, mismunandi leturgerðir og útlitshönnun. Þekking á fjölbreyttum tölvuforritum er í dag nauðsynleg í starfi prentsmiðs; texta-, teikni-, myndvinnslu-, umbrots- og vefforrit.
Prentsmíð er löggilt iðngrein.