Grafísk miðlun (prentsmíð)

Eldra starfsheitið „prentsmiður“ og hið nýja „grafískur miðlari“ er eitt og sama starfið. Vinna þeirra felst í hönnun, myndvinnslu og umbroti vegna verkefna við prentverk og margmiðlun.

Mikið er unnið með myndefni og texta, mismunandi leturgerðir og útlitshönnun. Þekking á fjölbreyttum tölvuforritum er í dag nauðsynleg í starfi prentsmiðs; texta-, teikni-, myndvinnslu-, umbrots- og vefforrit.

Prentsmíð er löggilt iðngrein.

Nám

Þrjú til fjögur ár, um fimm annir í skóla ásamt starfsþjálfun þar sem fylgt er rafrænni ferilbók sem heldur utan um framvindu vinnustaðanámsins.

Skólar

Fróðlegt

Stækkunargler þarf til að lesa minnstu prentuðu bók í heimi!

Fáðu meiri upplýsingar um nám í Grafísk miðlun (prentsmíð) á heimasíðu Næsta skrefs