Hljóðmenn sinna búnaði í tengslum við hljóð- og sjónvarpsútsendingar, tónleika, upptökur og kvikmyndir. Starfsumhverfið getur verið mjög fjölbreytt svo sem við hljóðvinnslu, upptökur og útsendingar viðburða eða fyrir útvarps-, sjónvarps- og vefmiðla.
Í náminu er áhersla á upptökutækni, hljóðvinnslu og hljóðsetningu ásamt ýmsu hagnýtu sem tengist hljóði og stafrænni tækni.